Í dag átti karlalið ÍBV að leik gegn Fjölni í 1. deild karla í handbolta. En þar sem ekki er flugfært til Vestmannaeyja og Herjólfur siglir í Þorlákshöfn, þá hefur hvorki Fjölnismönnum, né dómarapari leiksins tekist að koma til Eyja. Leiknum hefur því verið frestað enda ekkert útlit að það verði flug í dag.