Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í dag, laugardag, klukkan 17:00 fjölskylduleikritið um Ronju Ræningjadóttur. Það er Þröstur Guðbjartsson sem leikstýrir en alls taka 27 leikarar þátt í verkinu, frá 12 ára og upp úr. Aðalhlutverk er í höndum Söru Hlínar Sölvadóttur, sem leikur Ronju og Kristleifs Kristleifssonar, sem leikur Birki. Auk þess leika þau Zindri Freyr Ragnarsson og Ásta Steinunn Ástþórsdóttir, foreldra Ronju, Birkir Högnason og Heiða Marinósdóttir, foreldra Birkis og Alexander Tórshamar leikur Skalla-Pétur.