Þrjár líkamsárásir komu inn á borð hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Í einni árásinni var maður sleginn í andlitið þannig að tvær tennur losnuðu auk þess sem gómur brotnaði. Annar maður nefbrotnaði eftir hnefahögg. Aðfaranótt sunnudagsins 6. nóvember var ráðist á stúlku á nítjánda ári á Hásteinsveginum, hún áreitt kynferðislega en stúlkan taldi mennina tvo sem á hana réðust, vera af erlendu bergi. Þá ógnaði einn aðili fólki með hnífi á veitingastaðnum Volcano um helgina og fékk hann að gista fangageymslu en gaf þá skýringu að hann hefði verið að verjast hugsanlegum árásum. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.