Eldsupptökin í Hótel Eyjum, sem stórskemmdist í bruna í nótt, voru í þurrkara á 2. hæð hússins, að því er rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós. Í þessum hluta hússins eru timburgólf, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Eldurinn kviknaði um klukkan þrjú í nótt og síðan aftur í morgunsárið.