„Í tíðarfari eins og verið hefur síðustu daga og vikur er mjög erfitt að hreinsa bæði götur og gangstéttar eins og þarf. En það er reynt og þegar snjóar mikið eru öll tæki í bænum, bæði sem bærinn á og í eigu einkafyrirtækja, send út. Eru þá allt upp í tólf til fjórtán tæki að ryðja göturnar,“ sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson, rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar bæjarins.