Þrettándahátíðinni í Eyjum lýkur í kvöld með afar vönduðum og góðum tónleikum þar sem nokkrir af bestu tónlistarmönnum landsins koma saman til að leika lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þetta eru sömu tónleikar og voru í Hörpunni í nóvember á síðasta ári en þeir tónleikar fengu einróma lof. Forsala miða heldur áfram í dag, sunnudag í versluninni La Tienda við Strandveg milli 13 og 16.