Eftir vandlega umhugsun og mikla hvatningu víða að hef ég tekið ákvörðun um að gefa kost á mér sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ég hef starfað í grasrót Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og eignast þar marga af mínum bestu vinum. Þann tíma sem ég starfaði sem yfirmaður í lögreglunni valdi ég að halda mér frá öllu stjórnmálastarfi. Nú þegar störfum á þeim vettvangi er að ljúka, finn ég mikla þörf og löngun til að vinna að þeim stóru og brýnu verkefnum samfélagsins sem liggja á sviði stjórnmálanna.