Markmaðurinn Albert Sævarsson segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé hættur og að markmannshanskarnir séu komnir upp í hilluna góðu. Albert hefur varið mark ÍBV síðan 2008 en þessi 38 ára markmaður gerði reyndar gott betur því um tíma var hann vítaskytta liðsins. „Ég hef ekkert verið að æfa. Þetta verður erfiðara og erfiðara með árunum og hanskarnir eru upp í hillu, sagði Albert við Fótbolta.net.
“