Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna í Vestmannaeyjum en Anna Rós Hallgrímsdóttir skrifaði fyrir hönd foreldrana. Í löngu og ítarlegu svari um ágæti daggæslumála í Eyjum, segir svo að ráðið leggi það til að umræddar reglur fari í endurskoðun haustið 2012. Anna Rós segist ánægð með að endurskoða eigi reglur um niðurgreiðslu til dagforeldra en bætir við að bréfinu sé ekki endilega svarað að fullu.