Í kvöld, klukkan 20:00 verður uppistandið Steini, Pési og gaur á trommum í Höllinni en það eru þeir Pétur Jóhann og Þorsteinn Guðmundsson, ásamt trymblinum Helga Svavari sem skemmta. Síðast þegar þeir félagar heimsóttu Eyjarnar var fullt út að dyrum og mikið hlegið. Eyjafréttir.is heyrðu í Pétri Jóhanni og trufluðu hann við að leggja dúk á borðin í Höllinni.