Eyjamenn lögðu Víkinga að velli í dag í Víkinni 22:23 en staðan í hálfleik var 10:13. Eyjamenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Víkingum, sem eru í öðru sæti en Selfyssingar, sem berjast við ÍBV um fjórða sætið í deildinni, lögðu efsta lið 1. deildar, ÍR að velli á Selfossi í gær. Fyrir vikið skutust Selfyssingar tímabundið upp fyrir ÍBV en Eyjamenn eru nú búnir að endurheimta fjórða sætið.