Keppnin Ungfrú Suðurland fer fram á Hótel Selfossi á föstudagskvöld en sex Eyjastúlkur taka þátt í keppninni. Alls taka fimmtán glæsilegar stúlkur þátt í keppninni í ár en veitt verða fjölmörg verðlaun í keppninni. Meðal annars er sérstök netkosning á gangi nú á Sunnlenska.is og hér á Eyjafréttum.is þar sem hægt er að velja Netstúlku keppninnar.