Það var frekar rólegt hjá lögreglu í liðinni viku og rólegt yfir skemmtanalífinu. Þó voru nokkur útköll vegna stympinga við skemmtistaði bæjarins um helgina en engin kæra liggur fyrir. Þá var eitthvað um útköll í heimahús vegna hávaða í tengslum við partýstand.