Örlygur Helgi Grímsson, vallarstjóri Golfklúbbs Vestmanneyja, opnaði í gær völlinn í Herjólfsdal inn á sumargrín. Öll eru grínin að koma vel undan vetri eins og víðast hvar á landinu og völlurinn að verða vel grænn. Það er þó aðeins heimilt að leika 12 holur af 18 til að byrja með.