Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að koma að fjármögnun á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju með kaupum á skuldabréfum, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóða. Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að lífeyrissjóðir hafi verið í viðræðum við innanríkisráðuneytið, fulltrúa í sérfræðingahópi og undirbúningsnefnd um smíði ferjunnar.