Lundavarpið í Vestmannaeyjum er byrjað og það á eðlilegum tíma. Þar að auki hefur verið orpið í fleiri holur en undanfarin ár. Erpur Snær Hansen, líffræðingur og forstöðumaður vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segist þó í Morgunblaðinu í dag ekki þora að vera of bjartsýnn. Vísbendingar séu um að mikið sé um að egg séu afrækt.