Nú í hádeginu var dregið í 16 liða úrslitum í Borgunarbikar karla og kvenna. Kvennalið ÍBV fékk heimaleik gegn Breiðabliki en Blikar unnu ÍBV á dögunum í Íslandsmótinu á Hásteinsvelli 0:1 í jöfnum og skemmtilegum leik. Karlalið ÍBV mætir Víkingi á Ólafsvík á morgun í 32ja liða úrslitum.