Hallgrímur S Rögnvaldsson og Wenyi Zeng ætla að setja upp „take away“ stað á hafnarsvæðinu þar sem boðið verður upp á kínverska og asíska skyndirétti. „Þetta hefur verið draumur hjá konunni frá því hún kom hingað enda er hún mjög mikið inni í matargerð. Systir hennar er með stórt veitingahús úti í Guangzhou og þar eru 40 manns í vinnu,“ sagði Hallgrímur Rögnvaldsson þegar hann var spurður út í matsölustaðinn.