Sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin í kvöld, laugardagskvöldið 16. júni í Höllinni, sem stendur að keppninni ásamt Fréttum. Að þessu sinni taka tólf stórglæsilegar stúlkur þátt í keppninni, sem er nú haldin í 26. skiptið. Að venju verður í boði glæsilegur matseðill sem kvemur frá Einsa Kalda. Ýmis skemmtiatriði verða á dagskránni eins og alltaf t.d. Magni og félagar, Arndís Ósk og Fannar, leikhúsbandið ásamt Birki, Sunnu og Sísí. Svo koma stúlkurnar að sjálfsögðu fram í tískusýningum frá Axel Ó, Sölku og Flamingó. Kvöldið endar svo á dansleik með Á móti sól.