Venju samkvæmt verður haldið upp á Þjóðhátíðardag lýðveldisins, 17. júní í Vestmannaeyjum. Hátíðahöldin hefjast með skrúðgöngu og verður gengið 13:30 frá Íþróttamiðstöðinni að Stakkó, þar sem hátíðahöldin fara fram. Þar mum Fjallkonan, Kristín Sjöfn Ómarsdóttir flytja hátíðarljóð auk þess sem nýstúdent ávarpar gesti og gangandi. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði, Leikfélag Vestmannaeyja verður á svæðinu og býður m.a. upp á andlitsmálun fyrir börnin. Dagskrána má sjá hér að neðan.