�?jóðhátíðarnefnd og ÍBV fá hvatningarverðlaun Femínista
19. júní, 2012
Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femínistafélags Íslands, eru afhentir í dag. Handhafar bleiku steinanna að þessu sinni eru Þjóðhátíðarnefnd og stjórn ÍBV. Bleiku steinunum er ætlað að hvetja viðtakendur til að hafa jafnréttissjónarmið ætíð að leiðarljósi í verkum sínum. Ofangreindir aðilar hljóta þessa hvatningu í ljósi komandi hátíðarhalda Þjóðhátíðar í Vestmanneyjum síðar í sumar.