ÍBV-Íþróttafélag og Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hlaut í dag, Bleiku Steinana, hvatningarverðlaun Feministafélags Íslands. Bleiku steinarnir voru fyrst afhentir árið 2003 á stofnári Feministafélagsins. Þá voru viðtakendur verðlaunana Forseti Íslands, Borgarstjóri Reykjavíkur, Biskup Íslands og heilbrigðisráðherra. Síðan þá hafa m.a Hæstiréttur, Dómarafélag Íslands og allir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hlotið viðurkenninguna.