Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku og ýmis verkefni sem lögreglan þurfti að sinna. Margar kvartanir bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsum þannig að nágrannar áttu erfitt með svefn. Eitt minniháttar fíkniefnamál kom upp í vikunni. Um var að ræða 16 ára dreng sem viðurkenndi neyslu og vörslu fíkniefna. Mál hans var sent barnaverndaryfirvöldum.