Þjóðhátíðarlagið 2012 verður frumflutt á morgun, eftir því sem fram kemur á
Dalurinn.is. Lagið verður frumflutt á útvarpsstöðvum 365 miðla, Bylgjunni, FM957, X-inu og Létt-Bylgjunni á sama tíma, eða um hálf tvö á morgun. Höfundur lags er kórstjóri Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson en textann semur Magnús Þór Sigmundsson. Fjallabræður, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Sverrir Bergmann flytja lagið.