ÍBV vann sannfærandi sigur á Hetti frá Egilsstöðum en liðin áttust við í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á Hásteinsvelli í kvöld. Munurinn á úrvalsdeildarliði ÍBV og 1. deildarliði Hattar var nokkur en lokatölur urðu 6:1 fyrir ÍBV. Staðan í hálfleik var 4:0 en Eyjamenn gerðu í raun út um leikinn strax í fyrri hálfleik.