Véhjólamaður ók framan á bifreið á Tangagötu í Vestmannaeyjum á fjórða tímanum í dag með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins kastaðist 17 metra fram fyrir sig og skall í götuna að sögn vakthafandi lögreglumanns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Ökutækin komu úr gagnstæðri átt og voru bæði óökufær eftir slysið. Ökumaður vélhjólsins, sem er 31 árs gamall, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík, en hann lærbrotnaði við höggið.