Vegna mikillar aðsóknar og áhuga var ákveðið að hafa sýninguna opna áfram fram yfir helgi. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir ljósmyndarana Sisí Högna, Didda Sig., Konný Guðjóns, Óskar Pétur, Heiðar Egils og Adda í London. Óhægt er að segja að aðsóknin að sýningunni um goslokahelgina hafi farið fram úr björtustu vonum. Nú þegar bærinn er fullur af fólki er því sjálfsagt að leyfa fleirum að njóta listaverka þessara fjölhæfu ljósmyndara. Þess má geta að þetta er einnig sölusýning.