Þrjár knattspyrnukonur úr ÍBV skrifuðu í gær undir áframhaldandi samning við liðið. Þetta eru þær Shaneka Gordon, sóknarmaður, Andrea Ýr Gústavsdóttir, varnarmaður og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður. Allar munu þær leika með ÍBV út sumarið 2013.