Tæplega tíu þúsund manns hyggjast leggja land undir fót og skella sér á þjóðhátíð í ár. Nú þegar hafa 9400 manns keypt sér far til Eyja með Herjólfi frá miðvikudegi til sunnudags og fimm hundruð eiga bókað far með flugi. Það virðist því stefna í mjög stóra þjóðhátíð, eða næststærstu hátíð frá upphafi að mati mótshaldara.