Munavarslan verður á sínum stað í Herjólfsdal eins og alltaf. Þar er hægt að geyma farangur og ýmislegt annað sem ekki má glatast þegar komið er í Herjólfsdal en nú er boðið upp á nýjung í munavörslunni, smáhólf þar sem hægt er að geyma lyklakippur, kortaveski og aðra smáhluti.