Eins og áður hefur komið fram hefur knattspyrnudeild ÍBV rift samningi við Eyþór Helga Birgisson en hann braut agareglur liðsins um síðustu helgi. Á sama tíma er Tryggvi Guðmundsson settur í ótímabundið bann fyrir brot á sömu reglum og þykir mörgum ósamræmi í meðhöndlun leikmannanna tveggja. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV segir ástæðuna mjög einfalda.