Annað kvöld, fimmtudaginn 6. september, hefja á ný göngu sína Eyjakvöldin vinsælu á Kaffi Kró. Þar kemur Blítt og létt hópurinn saman og syngur Eyjalögin. Gestum er uppálagt að taka undir með tónlistarmönnunum enda verður söngtextunum sem fyrr varpað upp á tjald, þannig að allir geta sungið með, þótt þeir kunni ekki textann.