Í gærkvöldi var vefurinn Eyjaevents.is ræstur við hátíðlega athöfn í Svölukoti en viðstaddir voru flestir af þeim sem koma að viðburðum í Eyjum með einum eða öðrum hætti. Vefinn eiga þeir Zindri Freyr Ragnarsson og Birkir Thór Högnason en þeir segja að markmiðið sé að allir viðburðir í Eyjum, verði að finna á Eyjaevents.is.