Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði ÍBV í knattspyrnu, var í dag valin í A-landsliðið sem leikur gegn N-Írum á Laugardalsvelli 15. september og gegn Noregi á Ullevål í Osló miðvikudaginn 19. september. Besti leikmaður landsliðsins undanfarin ár, Margrét Lára, systir Elísu, getur hins vegar ekki spilað leikina tvo vegna meiðsla.