Vestmannaeyingar hafa falið lögmönnum að skoða hvort Samherji hafi sprengt tólf prósenta kvótaþakið í gegnum flókið eignarhald á öðrum útgerðarfyrirtækjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að höfða gæti þurft mál fyrir almennum dómstólum ef yfirvöld taka ekki á þessu.