Vestmannaeyjar eru með 10,2% af útgefnum bolfiskkvóta á fiskveiðiárinu 2012 til 2013 sem hófst 1. september. Alls eru þetta rúm 32 þúsund þorskígildistonn, eða um 33,5 þúsund tonn af fiski, þar af rúmlega 12 þúsund tonn af þorski. Á fiskveiðiárinu 2011 til 2012 var hlutdeild Vestmannaeyja í heildarpottinum 10,6% en aðeins Reykjavík fær meira í sinn hlut nú, eins og undanfarin ár eða 14,2%. Rétt er að taka fram að í þessum tölum eru ekki uppsjávartegundir, s.s. síld og loðna.