Eins og kunnugt er hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að láta reyna á forkaupsréttarákvæði 12. greinar laga um stjórn fiskveiða í tengslum við nýleg kaup Síldarvinnslunnar hf. á Berg-Huginn ehf. Einnig hefur bærinn farið fram á að rannsakað verði hvort Samherji sé með kaupum þessum komið yfir hið leyfilega 12% kvótaþak eins og það er skilgreint í 13. grein sömu laga. Einhverjum er brugðið við þessi hörðu viðbrögð Eyjamanna.