Júlíus G. Ingason hefur tekið við sem ritstjóri vikublaðsins Fréttir í Vestmannaeyjum. Ómar Garðarsson hefur ritstýrt blaðinu í um 20 ár, og starfað á blaðinu í um aldarfjórðung en sjálfur átti hann frumkvæðið að breytingunum. Ómar segir að Fréttir standi nú á ákveðnum tímamótum og rétt sé að nýr maður taki við ritstjórninni. Hann fer reyndar ekki langt og mun starfa sem blaðamaður hjá Fréttum.