Hið árlega Lundaball, eða árshátíð Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja, verður haldið í Höllinni á morgun, föstudag. Úteyjafélögin í Vestmannaeyjum skiptast á að halda ballið en í ár er komið að Bjarnareyingum að sjá um Lundaballið. Eins og alltaf er mikið lagt í skemmtiatriðin og hafa Bjarnareyingar undirbúið þau undanfarna mánuði. Þá lögðu þeir á sig ferðalag norður í Grímsey til að veiða lunda, sem framreiddur verður á ballinu.