Jónína Sigurðardóttir útskrifaðist úr iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2001. Hún er uppalin í Vestmannaeyjum og er dóttir Sigurðar Guðmundssonar (Sigga á Háeyri) og Elsu Einarsdóttur. Jónína hefur starfað á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá árinu 2001. Æfingastöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu. Hlutverk stöðvarinnar er að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu.