Í kvöld fór fram sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags í Höllinni en þar koma saman leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir félagsmenn og fagna árangri sumarsins. Hápunktur kvöldsins er þegar verðlaun eru veitt fyrir sumarið. Í ár voru það markverðir ÍBV sem voru valin best en það eru þau Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Abel Dhaira. Efnilegust voru valin þau Sóley Guðmundsdóttir og Brynjar Gauti Guðjónsson.