Ásmundur Friðriksson sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ásmundi. Ásmundur, sem um árabil var búsettur í Vestmannaeyjum, var auk þess bæjarstjóri í Garði en kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ákveður fyrirkomulag við val á listann á næstunni. Tilkynningu Ásmundar má lesa í heild sinni hér að neðan.