Á næsta ári verða liðin 50 ár frá upphafi Surtseyjargossins, en það hófst 14. nóvember 1963. Af því tilefni hyggst Surtseyjarélagið standa fyrir alþjóðlegri vísindaráðstefnu í Reykjavík dagana 12.-15. ágúst 2013. Verður gestum ráðstefnunnar m.a. boðið í dagsferð til Eyja. Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur eindregið til þess að þessi ráðstefna fari fram í Eyjum. Að halda ráðstefnu í tilefni af afmæli Surtseyjar í Reykjavík er svipað og að halda ráðstefnu um jarðfræði Mývatns í Vestmannaeyjum.