Í gær opnaði Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, nýja heimasíðu http://www.hsve.is. Þar er auk ýmissa upplýsinga um starfsemi stofnunarinnar, líka boðið uppá ýmsar nýjungar í þjónustu. Á síðunni er hægt að endurnýja lyfseðla rafrænt, en eingöngu vegna lyfja sem fólk hefur fengið áður. Ekki er þó hægt að fá lyfseðla vegna nýrra lyfja heldur verður að hafa samband við lækni. Ýmis vottorð er hægt að panta í gegnum heimasíðuna. Þá er þar að finna margvíslegra upplýsingar. Í kynningu að nýju heimasíðu Heilbrigðisstofnunarinnar er sagt að henni sé ætlað að auka þjónustu við íbúa.