Sparisjóður Vestmannaeyja hefur verið undir kröfu FME um 16% eiginfjárhlutfall í meira en sex mánuði. Sjóðurinn fékk frest frá FME til 1. desember næstkomandi til að bæta eiginfjárstöðu sína. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segist Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri hafa væntingar um að það muni takast fyrir þann tíma. Sjóðurinn á í viðræðum við Seðlabankann um „leiðréttingu“ á lánalínu sem hann fékk í árslok 2010 frá bankanum til að fjármagna erlend útlán. Þau útlán hafa veikst töluvert eftir dóma Hæstaréttar.