Í síðust ferð gærdagsins, 16. október, fór farþegafjöldi ársins í ár yfir heildarfjölda ársins í fyrra. Á öllu árinu 2011 voru farþegar Herjólfs 267.448 en eftir gærdaginn eru fjöldi þeirra kominn í 267.476. Tvennt kemur þar helst til annars vegar hafa siglingar til Landeyjahafnar gengið mjög vel það sem af er ári, gott veður og sjólag, og hins vegar er það jöfn og þétt aukning farþega allt árið.