Þau mistök urðu við vinnslu Eyjafrétta, sem komu út í gær, að í blaðinu er heilsíðu auglýsing um handboltaleik á laugardaginn. Auglýst er viðureign ÍBV og KA/Þórs en norðanstúlkur drógu lið sitt úr keppni stuttu fyrir Íslandsmót og því er ÍBV í fríi um helgina.