Í dag kl. 17.00 heldur Karlakórinn Gamlir Fóstbræður tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson og einsöngvarar með kórnum eru Þorgeir Andrésson og Eiríkur Hreinn Helgason. Kórinn flytur fjölbreytta efnisskrá sem inniheldur að mestu þekkt karlakórslög. Karlakórinn Gamlir Fóstbræður er skipaður félögum sem hættir eru að syngja með starfandi Fóstbræðrum en vilja halda við sönghefðinni og góðum félagsskap.