Erlingur Richardsson, annar tveggja þjálfara karlaliðs ÍBV í handbolta, hefur verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Aron Kristjánsson, aðalþjálfari liðsins mun hafa tvo aðstoðarmenn, Erling og Gunnar Magnússon, sem þjálfar Kristjansand í Noregi. Gunnar hefur áður verið í þjálfarateymi landsliðsins en Erlingur kemur nýr inn í stað Óskars Bjarna Óskarssonar, sem hættir sem aðstoðarþjálfari, að því að fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands.