Í gær, þriðjudag, voru þjónustuaðilar og verslunareigendur í Eyjum boðaðir á fund í Hallarlundi. Fundarefnið var hugsanleg samsýning fyrirtækja og einstaklinga í Eyjum í Hörpunni 26. janúar næstkomandi, samhliða tónleikum sem þar fara fram þegar minnst er þess að 40 ár eru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey en á næsta ári eru jafnframt liðin 50 ár frá Surtseyjargosinu og 95 ár frá því að Vestmannaeyjabær fékk kaupstaðarréttindi.